Gjaldskrá

1. Gjaldskrá Fasteignakaupa ehf., frá 10. nóvember 2017.

1.1 Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Fasteignakaupa ehf. og gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptanna.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti, nema söluþóknun sem er tilgreind með prósentutölu og reiknast 24% virðisaukaskattur þar til viðbótar.

1.2 Ákvörðun þóknana mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er sbr. lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Sé unnið að verki þar sem ekki er sérstaklega samið um þóknun skal þóknunin fyrir verkið ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi skal tímaskrá fylgja reikningi.

1.3 Hvar sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin í krónutölu, en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, er fjárhæð þóknunarinnar grunngjald sem breytist í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.

2. Kaup og Sala.

2.1 Sala fasteigna.

a. Þóknun við sölu fasteigna sem eru í einkasölu er 1,95% auk vsk. og í almennri sölu 2,35% af söluverði auk vsk, þó aldrei lægra en kr. 450.000.- með vsk. Það sama á við um makaskipti.

b. Þóknun við sölu sumarhúsa er 2,5% af söluverði auk vsk, þó aldrei lægra en kr. 450.000.- auk kr. 59.520 skoðunar- og skráningargjalds, auk útlagðs kostnaðar.

2.2 Sala skipa og báta.

a. Þóknun við sölu skipa og báta er 3% af söluverði auk vsk, þó aldrei lægra en kr. 450.000.- með vsk.

2.3 Sala fyrirtækja, einkahlutafélaga og hlutafélaga.

a. Þóknun á sölu fyrirtækja, einkahlutafélaga og hlutafélaga er 3–5% af söluverði auk vsk, eftir umfangi verks.

3.0 Leiga fasteigna.

3.1 Þóknun fyrir gerð leigusamninga um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera kr. 59.520, ásamt útlögðum kostnaði við gagnaöflun.

3.2 Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 59.520, ásamt útlögðum kostnaði við gagnaöflun.

3.3 Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða.

3.4 Sé leigusamningur gerður til þriggja ára eða lengur, skal þóknun samsvara tveggja mánaða leigu.

3.5 Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengur er áskilinn réttur til hærri þóknunar en að ofan greinir og skal sérstaklega um það samið.

4.0 Ýmis skjalagerð og ráðgjöf.

4.1 Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna, fyrirtækja og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi.

4.2 Í þeim tilfellum sem gerð veðleyfa, veðbandlausna, umboða, skuldabréfa og tryggingarbréfa tengist ekki sölumeðferð eignar, er þóknun kr. 12.400, fyrir hvert skjal með vottun er við á.

4.3 Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi.

5.0 Skoðun og verðmat.

5.1 Fyrir verðmat á íbúðarhúsnæði sé fasteign ekki sett í sölu reiknast þóknun kr. 24.800 með vsk.

5.2 Fyrir verðmat á atvinnuhúsnæði sé fasteignin ekki sett í sölu reiknast 0,25% þóknun af verðmati eignarinnar, auk vsk.

6.0 Ýmis ákvæði

6.1 Kaupendur fasteigna, fyrirtækja, skipa og báta greiða fast gjald kr. 59.520.- með vsk. fyrir þjónustu Fasteignakaupa ehf. sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf, hagsmunagæslu, aðstoð við kauptilboðsgerð, upplýsingar um lánamöguleika, gögn færð og sótt til þinglýsinga, gerð umboða og annarra skjala sem tilheyra kaupum á fasteign.

6.2 Seljendur fasteigna, fyrirtækja, skipa og báta greiða fast gjald kr. 59.520.- með vsk, vegna skoðunar/skráningar, gagnaöflunar, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrita, teikninga og ýmissa skjala sem fasteignasölunni ber að afla lögum samkvæmt. Sé um skilyrt veðleyfi eða veðflutninga að ræða greiðir eigandi kr. 12.400.- með vsk, vegna hvers láns. Söluþóknun, gagnaöflunargjald og gjald vegna annarra þátta greiðist við kaupsamning. Taki eigandi eignina úr sölumeðferð greiðir hann gagnaöflunargjald og umsaminn auglýsingakostnað.

6.3 Í þeim tilvikum sem greiða þarf með lántöku og bankastofnanir annast slíka fyrirgreiðslu, þá gilda gjaldskrár bankastofnanna fyrir þann hluta þjónustunnar sem bankastofnanir annast.

6.4 Kostnaður við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni skv. samningi þar um. Auglýsingar á netmiðlum eru án sérstakrar gjaldtöku.

7.0 Tímagjald.

7.1 Tímagjald útseldrar vinnu er kr. 15.000 – 30.000.- með vsk, skv. sérstökum samningi milli Fasteignakaupa og viðskiptamanns.