Þolinmæði og þrautseigja. Reynsla og samviskusemi.

Lögmannsstofan Lögvernd (Lögvernd ehf.) var stofnuð árið 2004. Núverandi eigendur eru lögmennirnir Skúli Sveinsson og Sveinn Skúlason. Stofan hefur frá upphafi haft starfsstöð í Ármúla 15, Reykjavík.

Lögmenn stofunnar hafa það að leiðarljósi að láta ekki óviðkomandi hagsmuni hafa áhrif á ráðgjöf sína eða meðferð mála skjólstæðinga. Umfang reksturs stofunnar er til þess fallinn að lágmarka hættu á hagsmunaárekstrum. Lögmenn stofunnar vinna að hagsmunagæslu viðskiptamanna sem samhentur hópur þar sem þekking er samnýtt í þágu viðskiptavina. Lögmenn stofunnar leitast af fremsta megni við að leggja þannig til allra mála sem þeir vita sannast eftir lögum og samvisku.

Kynntu þér starfsmenn okkar betur.